Svekkjandi jafntefli hjá ljónunum

Ýmir Örn Gíslason.
Ýmir Örn Gíslason. AFP

Ýmir Örn Gíslason og liðsfélagar hans í Rhein-Neckar Löwen þurftu að sætta sig við svekkjandi jafntefli á heimavelli gegn Leipzig þegar liðin mættust í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld.

Leiknum lauk með 28:28-jafntefli en Leizpig tókst að jafna metin á lokamínútu leiksins eftir að Rhein-Neckar Löwen hafði leitt með einu marki í hálfleik, 14:13.

Löwen er með 12 stig í tólfta sæti deildarinnar eftir tólf umferðir, 10 stigum minna en topplið Magdeburg.

Þá skoraði Arnór Þór Gunnarsson tvö mörk fyrir Bergischer þegar liðið tapaði með tíu marka mun á heimavelli gegn Wetzlar, 17:27.

Bergischer er með 10 stig í þrettánda sæti deildarinnar.

Arnór Þór Gunnarsson.
Arnór Þór Gunnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is