Frábær sigur ÍBV í Garðabæ

Arnór Viðarsson sækir að Garðbæingum í kvöld.
Arnór Viðarsson sækir að Garðbæingum í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eyjamenn gerðu góða ferð í Garðabæinn í kvöld þegar þeir unnu 32:28 sigur á Stjörnunni í Olísdeild karla í handbolta í kvöld. 

Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn og spennandi en heimamenn voru þó alltaf skrefinu á undan. ÍBV náði forystunni bara einu sinni þegar Dánjal Ragnarsson kom þeim í 13:12. Stjörnunni gekk gríðarlega vel að finna Sverri Eyjólfsson á línunni og endaði hann hálfleikinn sem þeirra markahæsti maður með fjögur mörk. Fyrsta mark Kára Kristjáns Kristjánssonar rétt áður en leiktíminn kláraðist sá til þess að munurinn var einungis eitt mark í hálfleik, 16:15 Stjörnunni í vil.

Seinni hálfleikurinn hófst eins og sá fyrri, liðin skiptust á mörkum en þegar 9 mínútur voru liðnar komst ÍBV yfir í annað sinn í leiknum. Aftur var það Dánjal sem sínum mönnum yfir en í þetta skipti héldu þeir forystunni allt til enda. Björn Viðar Björnsson kom inn í mark ÍBV í hálfleik og kveikti heldur betur í vörn sinna manna með vörslum og almennri stemningu. 

Markahæstur í liði ÍBV var Rúnar Kárason með 7 mörk. Hjá Stjörnunni var Hafþór Vignisson markahæstur með 7 mörk en hann var potturinn og pannan í sóknarleik síns liðs. Ásamt þeim 7 mörkum sem hann skoraði lagði hann einnig upp aragrúa.

Með sigrinum fara Eyjamenn upp að hlið Vals í annað til þriðja sæti deildarinnar en þeir fara í heimsókn til Gróttu í næstu umferð. Ljóst er að þeir ætla sér að vera með í toppbaráttunni allt til enda. Stjarnan situr eftir í fimmta sætinu en næsti leikur þeirra er heimaleikur gegn Fram.

Stjarnan 28:32 ÍBV opna loka
60. mín. Starri Friðriksson (Stjarnan) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert