Verðskuldaður sigur FH í Mosfellsbæ

Egill Magnússon skýtur að marki Aftureldingar í kvöld.
Egill Magnússon skýtur að marki Aftureldingar í kvöld. mbl.is/Óttar

FH vann öruggan 31:26-útisigur á Aftureldingu í Olísdeild karla í handbolta í kvöld. Eftir jafnræði framan af voru FH-ingar yfir allan seinni hálfleikinn og var forskotið ekki í hættu.

Afturelding var með 10:9 forskot þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en eftir góðan kafla hjá FH voru hálfleikstölur 14:11, FH í vil. Afturelding var ekki líkleg til að jafna eftir það og sannfærandi sigur FH-inga raunin.

Egill Magnússon fór á kostum hjá FH og skoraði tólf mörk og Ásbjörn Friðriksson gerði 11, þar af fimm úr vítum. Phil Döhler varði 14 skot í markinu. Guðmundur Bragi Ástþórsson gerði tíu mörk fyrir Aftureldingu og Blær Hinriksson sex.

FH er í öðru sæti deildarinnar með 15 stig, einu stigi minna en topplið Hauka. Afturelding er í sjötta sæti með tíu stig.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Afturelding 26:31 FH opna loka
60. mín. Andri Sigmarsson Scheving (Afturelding) varði skot Frá Birgi sem var í dauðafæri.
mbl.is