Víkingur fékk fyrstu stigin í botnslagnum

Jóhannes Berg Andrason reynir skot að marki HK en Elías …
Jóhannes Berg Andrason reynir skot að marki HK en Elías Björgvin Sigurðsson er til varnar. mbl.is/Árni Sæberg

Víkingar eru komnir á blað í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, eftir sigur á HK, 26:22, í uppgjöri botnliðanna í Víkinni í kvöld.

Bæði lið voru stigalaus fyrir leikinn þannig að Víkingar eru komnir með tvö stig en HK situr áfram stigalaust á botninum.

Víkingar voru yfir í hálfleik, 14:13. Allt var í járnum fram á lokakaflann en þá breyttu Víkingar stöðunni úr 21:20 í 24:20 og þar með var sigurinn í höfn.

Mörk Víkings: Hamza Kablouti 9, Hjalti Már Hjaltason 4, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 3, Arnar Steinn Arnarsson 3, Jóhannes Berg Andrason 3, Logi Ágústsson 2, Arnar Huginn Ingason 2. Jovan Kukobat varði 13/1 skot.

Mörk HK: Einar Bragi Aðalsteinsson 6, Elías Björgvin Sigurðsson 5, Kristján Ottó Hjálmsson 3, Hjörtur Ingi Halldórsson 2, Pálmi Fannar Sigurðsso n2, Einar Pétur Pétursson 2, Kristján Pétur Barðason 1, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 1. Sigurjón Guðmundsson varði 10  skot og Róbert Örn Karlsson 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert