Samdi við Kadetten Schaffhausen á ný

Aðalsteinn Eyjólfsson.
Aðalsteinn Eyjólfsson. Ljósmynd/Kadetten Schaffhausen

Handknattleiksþjálfarinn Aðalsteinn Eyjólfsson er ekki á förum frá Kadetten Schaffhausen í Sviss en samningur hans átti að renna út næsta sumar. 

Félagið hefur nú gert nýjan samning við Aðalstein sem gildir ári lengur en sá fyrri. Aðalsteinn er því samningsbundinn fram á sumarið 2023. 

Ánægja er með störf Aðalsteins hjá Kadetten Schaffhausen sem skiljanlegt er því liðið er taplaust eftir tólf umferðir á tímabilinu. Liðið komst í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með því að slá út spænska liðið Granollers.  Auk þess varð Kadetten Schaffhausen bikarmeistari á síðasta tímabili undir stjórn Aðalsteins. 

Tilkynning Kadetten Schaffhausen

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert