Eyjakona á HM

Marija Jovanovic í leik með ÍBV í haust.
Marija Jovanovic í leik með ÍBV í haust. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Marija Jovanovic, leikmaður handknattleiksliðs ÍBV, hefur verið valin í lokahóp Serbíu sem tekur þátt á HM 2021 á Spáni.

Handbolti.is greinir frá.

Jovanovic lék aðeins sinn fyrsta landsleik í október á þessu ári, einmitt gegn Íslandi í Kaplakrika þegar liðin mættust í undankeppni EM 2022 og náði að tryggja sér sæti í lokahópnum eftir góða frammistöðu undanfarna mánuði.

HM hefst í kvöld þegar heimakonur í Spáni mæta Argentínu í H-riðli mótsins.

Serbía hefur svo leik gegn Póllandi á föstudag í B-riðlinum.

mbl.is