Danir með fullt hús

Anne Mette Hansen skýtur að marki í kvöld.
Anne Mette Hansen skýtur að marki í kvöld. Ljósmynd/IHF

Danmörk vann afar sannfærandi 33:18-sigur á Kongó í öðrum leik sínum á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta á Spáni í kvöld. Danska liðið var yfir allan tímann og var með 18:7-forskot í hálfleik.  

Laerke Pedersen skoraði sex mörk fyrir Danmörk og Mette Tranborg bætti við fimm. Danska liðið vann Túnis í fyrsta leik og er með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Danmörk og Suður-Kórea mætast í úrslitaleik um efsta sæti F-riðils á mánudag.

Heimakonur í Spáni eru einnig með fullt hús stiga eftir 33:18-sigur á Kína. Alexandrina Barbosa var markahæst í spænska liðinu með fimm mörk. Spánn er eina liðið með fullt hús í H-riðli eftir tvo leiki.

Þá eru Brasilía og Ungverjaland einnig með full hús eftir sigra í kvöld. Ungverjaland vann Tékkland í E-riðli 32:29. Ungverjaland og Þýskaland mætast í úrslitaleik um toppsæti riðilsins á mánudag. Brasilía hafði betur gegn Japan, 29:25, og er eina liðið með fullt hús í G-riðli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert