Full hús hjá Þýskalandi og Suður-Kóreu

Antje Lauenroth skoraði fjögur mörk fyrir Þýskaland.
Antje Lauenroth skoraði fjögur mörk fyrir Þýskaland. Ljósmynd/IHF

Þýskaland og Suður-Kórea fara vel af stað á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta en bæði lið eru með full hús stiga eftir tvo leiki.

Þýskaland vann afar sannfærandi 36:22-sigur á Slóvakíu. Staðan í hálfleik var 17:12 og þýska liðið keyrði yfir það slóvakíska í seinni hálfleik.

Alina Grijseels skoraði sex mörk fyrir þýska liðið og þær Meike Schmelzer og Johanna Stockschläder gerðu fimm mörk hvor. Þýskaland hefur unnið báða leiki sína í E-riðli en Slóvakía er án stiga.

Suður-Kórea hafði betur gegn Túnis, 31:29. Staðan í hálfleik var 14:14 en suðurkóreska liðið var sterkara í seinni hálfleik. Lee Mi-gyeong og Ryu Eun-Hee skoruðu sjö mörk hvor fyrir Suður-Kóreu.

Asíuþjóðin er með fjögur stig eftir tvo leiki í F-riðli en Túnis er án stiga. Danmörk og Kongó mætast í kvöld í sama riðli og getur Danmörk jafnað Suður-Kóreu á stigum.

Argentína og Króatía náðu í sína fyrstu sigra. Argentína vann Austurríki 31:29 og Króatía vann auðveldan 38:16-sigur á Paragvæ.

Kim Jin-yi með boltann í dag.
Kim Jin-yi með boltann í dag. Ljósmynd/IHF
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert