Haukar úr leik þrátt fyrir sigur

Geir Guðmundsson skýtur að marki í dag.
Geir Guðmundsson skýtur að marki í dag. mbl.is/Óttar

Haukar eru úr leik í Evrópubikar karla í handbolta eftir 27:26-sigur á heimavelli gegn rúmenska liðinu Focsani í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum í dag. Sigurinn dugði ekki til því Focsani vann fyrri leikinn í Rúmeníu 28:26 og einvígið 54:53.

Gestirnir voru sterkari í upphafi leiks og komust snemma í  5:2. Eftir það voru Haukar að elta allan fyrri hálfleikinn, en munurinn varð mestur fimm mörk, 11:6. Að lokum munaði fjórum mörkum í hálfleik, 14:10.

Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn á að minnka muninn í þrjú mörk, 14:11. Gestirnir svöruðu og skiptust liðin á að skora þar til staðan var 23:19, rúmenska liðinu í vil. Þá tók við glæsilegur kafli hjá Haukum sem skoruðu fjögur mörk í röð og jöfnuðu í 23:23.

Liðin skiptust hinsvegar á að skora næstu mörk og var staðan 26:25, Focsani í vil þegar örfáar sekúndur lifðu leiks. Haukum tókst að skora tvö mörk í blálokin og tryggja sér sigur, en það dugði ekki til að fara áfram.

Halldór Ingi Jónasson var markahæstur hjá Haukum með sjö mörk og þeir Atli Már Báruson og Darri Aronsson gerðu fjögur hvor. Aron Rafn Eðvarðsson varði átta skot í markinu.

Mörk Hauka: Halldór Ingi Jónasson 7, Atli Már Báruson 4/1, Darri Aronsson 4, Heimir Óli Heimisson 3, Þorfinnur Máni Björnsson 2, Tjörvi Þorgeirsson 2, Geir Guðmundsson 2, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 2/1, Þráinn Orri Jónsson 1.

Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 8, Stefán Huldar Stefánsson 1.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Haukar 27:26 Focsani opna loka
60. mín. Heimir Óli Heimisson (Haukar) fiskar víti
mbl.is