Naumur sigur Fram á Haukum

Karen Knútsdóttir var öflug hjá Fram.
Karen Knútsdóttir var öflug hjá Fram. mbl.is/Unnur Karen

Fram vann í kvöld 24:22-heimasigur á Haukum í Olísdeild kvenna í handbolta. Haukar fengu tækifæri til að jafna í 23:23 þegar skammt var eftir en þess í stað skoraði Fram sigurmarkið.

Fram byrjaði betur og komst í 9:5 um miðbik fyrri hálfleiks. Þá tók við góður kafli hjá Haukum og var staðan í hálfleik 14:14. Seinni hálfleikur var jafn á nánast öllum tölum en Framkonur voru ögn sterkari í blálokin.

Karen Knútsdóttir skoraði sex mörk fyrir Fram og þær Þórey Rósa Stefánsdóttir og Ragnheiður Júlíusdóttir fimm hvor. Sara Odden skoraði átta fyrir Hauka og Berta Rut Harðardóttir fjögur.

Fram er í öðru sæti deildarinnar með 15 stig, einu stigi á eftir Val. Haukar eru í því fjórða með níu stig.

mbl.is