Naumur sigur Vals á HK

Mariam Eradze sækir að marki HK í dag.
Mariam Eradze sækir að marki HK í dag. mbl.is/Óttar

Valur vann í dag nauman 18:17-sigur á HK í Olísdeild kvenna í handbolta. HK skoraði fjögur síðustu mörkin en Valskonur náðu að halda út.

HK byrjaði betur og komst í 5:2 og 7:3 snemma leiks. Þá komu sjö mörk í röð hjá Val og staðan skyndilega orðin 10:7, Valskonum í vil. Þrátt fyrir fín áhlaup tókst Val ekki að jafna eftir það.

Mariam Eradze skoraði átta mörk fyrir Val, sex mörkum meira en næstu samherjar. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði þrjú fyrir HK.

Valskonur eru í toppsætinu með 16 stig eftir níu leiki á meðan HK er í fimmta sæti með sjö stig.

Mörk Vals: Mariam Eradze 8, Morgan Marie Þorkelsdóttir 2, Auður Ester Gestsdóttir 2, Hildur Björnsdóttir 1, Hulda Dís Þrastardóttir 1, Hanna Karen Ólafsdóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1, Íris Ásta Pétursdóttir 1, Lilja Ágústsdóttir 1.

Mörk HK: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 3, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 3, Berglind Þorsteinsdóttir 2, Guðrún Erla Bjarnadóttir 2, Sara Katrín Gunnarsdóttir 2, Margrét Ýr Björnsdóttir 1, Karen Kristinsdóttir 1, Aníta Eik Jónsdóttir 1, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert