Holland skoraði 58 mörk

Franska landsliðið vann öruggan sigur á Slóveníu í kvöld.
Franska landsliðið vann öruggan sigur á Slóveníu í kvöld. AFP

Holland vann Úsbekistan með 41 marki þegar liðin mættust í D-riðli HM í handknattleik kvenna á Spáni í dag. Rússland vann þá Pólland naumlega og Rúmenía og Frakkland unnu örugga sigra.

Holland vann að lokum 58:17 gegn Úsbekistan en fyrr í dag hafði Svíþjóð unnið 48:10 sigur á Púertó Ríkó í riðlinum.

Leikur Rússa og Pólverja var mest spennandi leikur dagsins hingað til þar sem Rússar unnu að lokum með þremur mörkum, 26:23, í B-riðlinum.

Rúmenía lenti ekki í nokkrum vandræðum með Kasakstan og vann með 21 marki, 38:17, í C-riðlinum.

Frakkar unnu þá öruggan 11 marka sigur gegn Slóveníu, 29:18, í A-riðlinum.

mbl.is