Tveir Selfyssingar meiddir heim úr Hlíðunum

Guðmundur Hólmar Helgason fékk högg á augað.
Guðmundur Hólmar Helgason fékk högg á augað. mbl.is/Árni Sæberg

Tveir leikmenn Selfoss meiddust í leik liðsins við Val í Olísdeild karla í handbolta í gærkvöldi. Selfyssingar unnu sterkan 28:26-útisigur, en hann kostaði sitt. 

Handbolti.is greinir frá því að Árni Steinn Steinþórsson gæti verið tognaður í læri og þá fékk Guðmundur Hólmar Helgason þungt höfuðhögg fyrir neðan annað augað. Óljóst er hve lengi þeir verða frá.

Guðmundur Hólmar er einn besti leikmaður Selfoss, en hann er nýkominn til baka eftir tæplega árs fjarveru eftir að hann sleit krossband í hné. 

mbl.is