Brast í grát á HM (myndskeið)

Fatemeh Khalili varði 18 skot gegn Rúmeníu í fyrsta leik.
Fatemeh Khalili varði 18 skot gegn Rúmeníu í fyrsta leik. Ljósmynd/IHF

Fatemeh Khalili, markvörður íranska kvennalandsliðsins í handknattleik, átti erfitt með að fela tilfinningar sínar þegar hún var valin maður leiksins eftir leik Írans og Noregs í C-riðli heimsmeistaramóts kvenna sem fram fer á Spáni í gær.

Íran, sem er að taka þátt á HM í fyrsta sinn, hefur ekki riðið feitum hesti á mótinu til þessa en liðið tapaði fyrsta leiknum gegn Rúmeníu 11:39 og svo gegn Noregi í gær, 9:41.

Khalili hefur hins vegar staðið sig afar vel í markinu og varði 18 skot gegn Rúmenum í fyrsta leik og sjö skot gegn Noregi í gær.

Eftir að tilkynnt var um mann leiksins í gær brutust út mikil fagnaðarlæti í íþróttasalnum en Khalili var svo fagnað vel og innilega af liðsfélögum sínum en hún 25 ára gömul.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert