Leik ÍBV frestað vegna þátttöku Jovanovic á HM

Marija Jovanovic í leik með ÍBV í síðasta mánuði.
Marija Jovanovic í leik með ÍBV í síðasta mánuði. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Leik ÍBV og KA/Þórs í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, sem átti að fara fram næstkomandi miðvikudagskvöld, hefur verið frestað.

Ástæðan fyrir því samkvæmt tilkynningu frá Handknattleikssambandi Íslands, HSÍ, er sú að leikmaður ÍBV tekur um þessar mundir þátt í landsliðsverkefni.

Leikmaðurinn sem um ræðir er Marija Jovanovic, en hún er hluti af lokahóp Serbíu sem tekur þátt á HM á Spáni um þessar mundir.

Nýr leiktími viðureignar ÍBV og KA/Þórs er klukkan 18 þann 19. janúar næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert