Óvænt tap Íslendingaliðsins í Þýskalandi

Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk fyrir Gummersbach í kvöld.
Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk fyrir Gummersbach í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslendingalið Gummersbach tapaði óvænt á útivelli fyrir Ludwigshafen í þýsku B-deildinni í handknattleik í kvöld en þetta var einungis þriðja tap liðsins í deildinni á tímabilinu.

Leiknum lauk með fimm marka sigri Ludwigshafen, 30:25, en Ludwigshafen leiddi 18:13 í hálfleik.

Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk fyrir Gummersbach en Hákon Daði Styrmison skoraði eitt mark úr fimm skotum fyrir Gummersbach. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari liðsins.

Þrátt fyrir tapið er Gummersbach með 24 stig í efsta sæti deildarinnar og hefur fjögurra stiga forskot á Hüttenberg en Hüttenberg á leik til góða á Gummersbach.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert