Frá Danmörku til Þýskalands

Sveinn Jóhannsson á æfingu íslenska karlalandsliðsins í byrjun nóvember.
Sveinn Jóhannsson á æfingu íslenska karlalandsliðsins í byrjun nóvember. Umbl.is/nnur Karen

Handknattleiksmaðurinn Sveinn Jóhannsson mun ganga til liðs við þýska 1. deildarfélagið Erlangen í sumar. Þetta tilkynnti þýska félagið á heimasíðu sinni í morgun.

Sveinn, sem er 22 ára gamall línumaður, hefur leikið með SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni frá árinu 2019 en hann lék áður með ÍR.

Línumaðurinn, sem er uppalinn hjá Fjölni, á að baki tíu A-landsleiki en hann er í 35-manna æfingahóp íslenska liðsins fyrir lokakeppni EM 2022 sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar.

Erlangen er með 12 stig í tólfta sæti þýsku 1. deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert