Ungverjar misstu af leik

Mate Lekai er lykilmaður í liði Ungverja.
Mate Lekai er lykilmaður í liði Ungverja. AFP

Ungverjar, sem mæta Íslendingum í riðlakeppni Evrópumóts karla í handbolta í Búdapest 20. janúar, misstu af öðrum tveggja vináttulandsleikjanna sem þeir ætluðu að spila á lokasprettinum fyrir mótið.

Þeir áttu að mæta Hvít-Rússum á heimavelli í dag en Hvít-Rússar hættu við leikinn vegna smita í þeirra herbúðum.

Þar með spila Ungverjar aðeins einn leik fyrir EM en þeir taka á móti Aroni Kristjánssyni og lærisveinum hans í Barein á laugardaginn, svo framarlega sem engin frekari smit koma upp í hópnum liðanna.

mbl.is