Dóttirin í lykilhlutverki á meðan Erlingur vann á EM

Sandra Erlingsdóttir skorar í landsleik.
Sandra Erlingsdóttir skorar í landsleik. mbl.is/Óttar Geirsson

Á meðan Erlingur Richardsson vann óvæntan og glæsilegan sigur sem þjálfari hollenska landsliðsins í handknattleik gegn Ungverjalandi á EM í gærkvöld var dóttir hans í aðalhlutverki í mikilvægum leik í Danmörku.

Landsliðskonan Sandra Erlingsdóttir var markahæst í liði Aalborg sem sigraði Vendsyssel, 31:30, í mikilvægum leik í dönsku B-deildinni en sá leikur fór fram á sama tíma og viðureign Hollands og Ungverjalands í Búdapest. Með sigrinum komst Aalborg í þriðja sæti deildarinnar en liðið er í harðri baráttu um sæti í úrvalsdeildinni í Danmörku.

mbl.is