Frestað í Kópavoginum

Landsliðskonan Rut Arnfjörð Jónsdóttir með boltann í fyrri leik HK …
Landsliðskonan Rut Arnfjörð Jónsdóttir með boltann í fyrri leik HK og KA/Þórs á Akureyri í haust. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Leik HK og KA/Þórs sem átti að fara fram í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, í Kórnum í Kópavogi á morgun, hefur verið frestað.

Ástæðan er sem fyrr fjöldi leikmanna sem eru smitaðir af kórónuveirunni og fjöldi leikmanna sem eru í sóttkví vegna nálægðar við smitaða.

Í tilkynningu frá Handknattleikssambandi Íslands, HSÍ, er ekki greint frá því hjá hvoru liðinu ástandið er þetta slæmt.

HSÍ mun tilkynna um nýjan leikdag fyrir viðureignina eftir helgi.

mbl.is