Frestað í Kópavoginum

Landsliðskonan Rut Arnfjörð Jónsdóttir með boltann í fyrri leik HK …
Landsliðskonan Rut Arnfjörð Jónsdóttir með boltann í fyrri leik HK og KA/Þórs á Akureyri í haust. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Leik HK og KA/Þórs sem átti að fara fram í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, í Kórnum í Kópavogi á morgun, hefur verið frestað.

Ástæðan er sem fyrr fjöldi leikmanna sem eru smitaðir af kórónuveirunni og fjöldi leikmanna sem eru í sóttkví vegna nálægðar við smitaða.

Í tilkynningu frá Handknattleikssambandi Íslands, HSÍ, er ekki greint frá því hjá hvoru liðinu ástandið er þetta slæmt.

HSÍ mun tilkynna um nýjan leikdag fyrir viðureignina eftir helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert