Lærisveinar Arons ekki í vandræðum

Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Barein.
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Barein. AFP

Sigurganga Bareins, sem Aron Kristjánsson þjálfar, á Asíumótinu í handknattleik karla heldur áfram. Í dag vann liðið gífurlega öruggan sigur á Kúveit í milliriðli 2 á mótinu.

Sigurinn var aldrei í hættu enda leiddi Barein með níu mörkum í hálfleik, 17:8.

Að lokum vann liðið 14 marka sigur, 29:15.

Þar með er Barein búið að vinna alla fjóra leiki sína á Asíumótinu til þessa.

Öllum þremur leikjum liðsins í D-riðli mótsins lauk með enn stærri sigrum en þeim í dag. Sá stærst var gegn Víetnam, 46:14, í fyrsta leik.

mbl.is