Telur Ólaf fimmta besta handboltamann sögunnar

Ólafur Stefánsson lék yfir 300 landsleiki fyrir Ísland.
Ólafur Stefánsson lék yfir 300 landsleiki fyrir Ísland. mbl.is/Golli

Stefan Kretzchmar, fyrrverandi hornamaður þýska karlalandsliðsins í handknattleik, valdi Ólaf Stefánsson fimmta besta leikmann sögunnar í gær.

Ólafur og Kretzchmar þekkjast ágætlega eftir að hafa leikið saman hjá Magdeburg í Þýskalandi en Þjóðverjinn var sérfræðingur hjá Sport Deutschland fyrir leik Svíþjóðar og Noregs í milliriðli II á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu í gær.

Þar valdi hann fimm bestu handknattleiksmenn sögunnar en Nikola Karabatic, sem var í efsta sæti Kretzchmars, er eini leikmaðurinn á listanum sem er ennþá að spila í dag.

Í öðru sæti varð Vaselin Vujovic frá Svartfjallalandi, Magnus Wislander frá Svíþjóð var þriðji, Ivano Balic frá Króatíu fjórði og Ólafur fimmti.

Ólafur vann allt sem hægt var að vinna með félagsliðum sínum í Þýskalandi, á Spáni og í Danmörku. Þá vann hann til silfurverðlauna með Íslandi á ÓL í Peking 2008 og til bronsverðlauna á EM 2019 í Austurríki.

mbl.is