Ólafur Stefánsson til Þýskalands

Ólafur Stefánsson var aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins frá 2015 til ársins 2016.
Ólafur Stefánsson var aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins frá 2015 til ársins 2016. mbl.is/Árni Sæberg

Ólafur Stefánsson er á leið til Þýskalands á nýjan leik þar sem hann verður aðstoðarþjálfari 1. deildarliðs Erlangens í handknattleik.

Það er Vísir.is sem greinir frá þessu en en Ólafur mun skrifa undir samning við þýska félagið sem gildir út keppnistímabilið.

Raúls Alonso er þjálfari Erlangen í dag en liðið er sem stendur í 13. sæti þýsku 1. deildarinnar en hann var áður yfirmaður handknattleiksmála hjá félaginu.

Spánverjinn tók hins vegar við þjálfun liðsins eftir að Michael Haas var sagt upp störfum í ársbyrjun 2022. 

Í frétt Vísis kemur meðal annars fram að ekki sé útilokað að Ólafur taki alfarið við þjálfun liðsins í sumar.

Ólafur þjálfað síðast karlalið Vals í stutta stund, tímabilið 2013-14 og þá var hann aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins frá 2015 til 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert