Dónaskapur að setja keppnina svona upp

KA/Þór og Fram mætast á Ásvöllum í Hafnarfirði á fimmtudaginn.
KA/Þór og Fram mætast á Ásvöllum í Hafnarfirði á fimmtudaginn. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Úrslitakeppni Coca-Cola-bikarsins í handbolta er kallað „Final 4“ en þá er verið að blása upp viðburð þar sem lið spila undanúrslitaleiki og úrslitaleiki í bikarkeppni HSÍ á fáum dögum.

Nú spila karlaliðin í undanúrslitum á miðvikudag en kvennaliðin á fimmtudag. Úrslitaleikirnir verða svo á laugardag. Í ár vill svo til að fjögur af þeim átta liðum sem berjast um bikarana koma utan af landi. Tvö eru frá Akureyri, eitt úr Vestmannaeyjum og eitt frá Selfossi.

Í skipulagi sínu í kringum þessi úrslit virðist HSÍ ekki gera ráð fyrir því að lið af landsbyggðinni nái það langt að komast í þessa Final 4-keppni.

Það er hreinn dónaskapur að setja keppnina þannig upp að almennir stuðningsmenn, sem láta sig ekki vanta á heimaleiki liðsins síns, eigi erfitt með að styðja sitt lið í undanúrslitum.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »