Verður áfram í Garðabæ

Leonharð Þorgeir Harðarson leikmaður FH og Þórður Tandri Ágústsson í …
Leonharð Þorgeir Harðarson leikmaður FH og Þórður Tandri Ágústsson í baráttunni á tímabilinu. mbl.is/Óttar Geirsson

Línumaðurinn Þórður Tandri Ágústsson hefur skrifað undir nýjan samning við Stjörnuna og mun því leika áfram með liðinu í Olísdeild karla.

Þórður er Akureyringur sem hafði leikið með Þór og Akureyri áður en hann kom til Stjörnunnar. Hann er á 23 aldursári.

Hann missti af stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla en í tilkynningu Stjörnunnar er sagt að miklar væntingar séu bundnar við hann. 

mbl.is