Pétur snýr heim í Aftureldingu

Pétur Júníusson í leik með Aftureldingu.
Pétur Júníusson í leik með Aftureldingu. mbl.is/Golli

Handknattleiksmaðurinn Pétur Júníusson hefur samið við Aftureldingu á nýjan leik. 

Pétur leikur sem línumaður en hann lék með meistaraflokki Aftureldingar frá árinu 2008 til 2018 en þá neyddist hann til að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla. 

Fyrir núverandi tímabil samdi hann svo við Víking og lék 6 leiki með liðinu í Olísdeildinni í vetur. 

Hann hefur nú skrifað undir samning við Aftureldingu og mun því snúa aftur í Mosfellsbæinn á næsta tímabili. Í tilkynningu félagsins segir m.a. að góður bati hafi orðið á meiðslum Péturs og að hann sé óðum að ná fyrri styrk.

mbl.is