Töpuðu heima gegn Barcelona

Teitur Örn Einarsson í leik með íslenska landsliðinu.
Teitur Örn Einarsson í leik með íslenska landsliðinu. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Möguleikar Teits Arnar Einarssonar og félaga hans í þýska liðinu Flensburg á að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar í handbolta eru orðinir litlir eftir ósigur gegn Spánarmeisturum Barcelona á heimavelli í kvöld, 29:33.

Teitur skoraði þrjú mörk úr sjö skotum í kvöld en Barcelona var yfir í hálfleik, 18:13, og hefur alla burði til að klára dæmið á sínum heimavelli í næstu viku.

mbl.is