Fyrirliðinn verður áfram á Nesinu

Andri Þór Helgason.
Andri Þór Helgason. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Andri Þór Helgason, fyrirliði handboltaliðs Gróttu hefur framlengt samning sinn við liðið til tveggja ára.

Andri er á 28. aldursári og hefur verið algjör lykilmaður í Gróttuliðinu sem hefur haldið sæti sínu í Olísdeildinni í tvígang frá því að það kom upp úr Grill-66 deildinni.

Í tilkynningu félagsins segir að það ríki mikil ánægja með að Andri verði áfram í Gróttu enda einn albesti hornamaður deildarinnar.

mbl.is