Díana góð þrátt fyrir tap

Díana Dögg Magnúsdóttir með þrjú mörk í dag.
Díana Dögg Magnúsdóttir með þrjú mörk í dag. Ljósmynd/Óttar Geirsson

Díana Dögg Magnúsdóttir, landliðskona í handbolta, átti fínan leik í 28:30 tapi Zwickau gegn Neckarsulmer í þýsku 1. deildinni í handbolta fyrr í dag. 

Díana skoraði 3 mörk og gaf þrjár stoðsendingar, Zwickau hefur tapað átta leikjum í röð og er á botni deildarinnar.

Lærisveinar Hannesar Jóns Jónssonar í Alpla Hard unnu fyrsta leik sinn í undanúrslitum úrslitakepnninar í Austuríki. Liðið vann 28:20 sigur á Linz og er því komið í 1:0 í einvíginu, það þarf þrjá sigra til að komast í úrslit. 

Arnór Þór Gunnarsson, leikmaður Bergischer skoraði fimm mörk í eins marks tapi liðsins gegn Minden í 1. deild karla fyrr í dag. 

Bergischer er í 13. sæti deildarinnar með 23 stig. 

Örn Vésteinsson var með eina stoðsendingu í 29:30 tapi Emsdetten gegn Essen í þýsku B-deildinni. 

mbl.is