Íslenskir meistarar í Þýskalandi

Guðjón Valur Sigurðsson, meistari B-deildar.
Guðjón Valur Sigurðsson, meistari B-deildar. Kristinn Magnússon

Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari Gummersbach, og íslensku leikmenn hans þeir Elliði Snær Viðarson og Hákon Daði Styrmirsson eru þýskir B-deildar meistarar í handbolta eftir 32:21 sigur á Ludwigshafen fyrr í dag. 

Elliði Snær skoraði eitt mark úr einu skoti í dag. Hákon er hinsvegar enn meiddur og spilaði því ekki í dag. 

Það er þá ljóst að liðið er meistari deildarinnar og mun að sjálfsögðu spila í 1. deildinni á næsta tímabili. 

mbl.is