Óskar og félagar héldu sér á lífi

Óskar Ólafsson (t.h.) þegar hann skrifaði undir nýjan samning við …
Óskar Ólafsson (t.h.) þegar hann skrifaði undir nýjan samning við Drammen. Ljósmynd/Drammen

Óskar Ólafsson lék vel fyrir Drammen þegar liðið vann öruggan 38:30-sigur á Arendal í þriðja leik liðanna í undanúrslitum norsku úrslitakeppninnar í handknattleik karla í kvöld.

Drammen var komið með bakið upp við vegg eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum. Staðan í einvíginu er nú 2:1, Arendal í vil.

Í kvöld átti Drammen þó í engum vandræðum með Arendal og getur nú freistað þess að knýja fram oddaleik með sigri í fjórða leiknum í Arendal í næstu viku.

Óskar lét vel að sér kveða og skoraði fjögur mörk fyrir Drammen í kvöld.

mbl.is