Hættur eftir að hafa stýrt liðinu upp um deild

Kristinn Björgúlfsson er hættur með ÍR.
Kristinn Björgúlfsson er hættur með ÍR. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Handknattleiksþjálfarinn Kristinn Björgúlfsson mun ekki þjálfa ÍR í efstu deild karla í handbolta en hann kom liðinu upp í efstu deild á nýliðinu tímabili í 1. deildinni.

ÍR hafði betur gegn Fjölni í úrslitaeinvígi um sæti í efstu deild en Kristinn mun ekki taka slaginn í deild þeirra bestu. Hann staðfesti ákvörðunina í samtali við handbolti.is.

Hann tók við ÍR fyrir tveimur árum síðan er handknattleiksdeild félagsins var í miklum fjárhagsvandræðum. Liðið féll úr efstu deild á fyrsta ári Kristins með liðið en var fljótt að vinna sér aftur sæti í efstu deild.

mbl.is