Róbert tekur við Gróttu

Róbert Gunnarsson er orðinn þjálfari Gróttu.
Róbert Gunnarsson er orðinn þjálfari Gróttu. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson

Róbert Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Gróttu í handbolta. Hann tekur við af Arnari Daða Arnarssyni sem lét af störfum í gær.

Róbert er fyrrverandi landsliðsmaður og var hann í íslenska liðinu sem vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og brons á EM í Austurríki 2020. Hann lék með landsliðinu frá 2001 til 2016.

Þá lék Róbert, sem var línumaður, með liðum á borð við Gummersbach, Rhein-Neckar Löwen og París SG á atvinnumannaferlinum. Hann hefur þjálfað U19 ára lið Aarhus í Danmörku og verið í þjálfarateymi aðalliðsins. Hann þjálfar U21 árs landsliðið meðfram því að þjálfa Gróttu.

Davíð Örn Hlöðversson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari liðsins. Davíð þjálfaði 5. og 3. flokk kvenna hjá Gróttu í vetur og var aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert