Stórleikur Bjarna og allt jafnt í úrslitum

Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði sjö mörk í kvöld.
Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði sjö mörk í kvöld. Ljósmynd/Skövde

Skövde jafnaði einvígið sitt við Ystad í úrslitaeinvígi um sænska meistaratitilinn í handbolta í 1:1 með 34:29-útisigri í framlengdum öðrum leik liðanna í dag.

Bjarni Ófeigur Valdimarsson átti afar sterkan leik fyrir Skövde í kvöld og var markahæstur í liðinu með sjö mörk. Þá lagði hann upp fjögur til viðbótar.

Annar leikur einvígisins fer fram í Skövde á þriðjudaginn kemur. Það lið sem er fyrr til að vinna þrjá leiki verður sænskur meistari.  

mbl.is