Viktor með 50 prósent markvörslu

Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórleik í dag.
Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórleik í dag. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Viktor Gísli Hallgrímsson lék frábærlega í marki GOG í dag þegar liðið tryggði sér sigur í öðrum úrslitariðlanna í keppninni um danska meistaratitilinn í handknattleik.

GOG tók þá á móti Skanderborg í lokaumferðinni og sigraði 32:28. Viktor varði níu af átján skotum sem hann fékk á sig og var því með 50 prósent markvörslu.

GOG fékk 12 stig í 1. riðli og leikur í undanúrslitum gegn Skjern sem hafnaði í öðru sæti 2. riðils.

Aalborg vann 2. riðil með 12 stig eftir sigur á Skjern í hreinum úrslitaleik í dag, 29:27, og mætir því Bjerringbro/Silkeborg sem endaði í öðru sæti 1. riðils. Aron Pálmarsson lék ekki með Aalborg í dag en hann meiddist fyrir leik liðsins gegn Veszprém í Meistaradeildinni í vikunni.

mbl.is