HK-ingur kominn til Noregs

Alexandra Líf Arnarsdóttir er komin til Fredrikstad frá HK.
Alexandra Líf Arnarsdóttir er komin til Fredrikstad frá HK. Ljósmynd/Fredrikstad

Handknattleikskonan Alexandra Líf Arnarsdóttir skrifaði í dag undir tveggja ára samning við norska úrvalsdeildarfélagið Fredrikstad. Hún kemur til félagsins frá HK þar sem hún hefur verið undanfarin tvö ár.

Línukonan, sem er 22 ára, hefur leikið með yngri landsliðum Íslands. Hún skoraði 19 mörk í 21 leik með HK í vetur og lék stórt hlutverk í vörn liðsins.

Elías Már Halldórsson þjálfar Fredrikstad og endaði liðið í sjöunda sæti norsku úrvalsdeildarinnar á leiktíðinni.

mbl.is