Bjarni og félagar með bakið upp við vegg

Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar eru með bakið upp við …
Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar eru með bakið upp við vegg. Ljósmynd/Skövde

Bjarni Ófeigur Valdimarsson og liðsfélagar hans í Skövde eru með bakið upp við vegg í úrslitaeinvígi sínu gegn Ystad um sænska meistaratitilinn í handbolta.

Ystad vann þriðja leik liðanna á útivelli í kvöld og komst í 2:1 í einvíginu en þrjá sigra þarf til að verða sænskur meistari.

Bjarni átti ágætan leik fyrir Skövde í kvöld og skoraði þrjú mörk. Þriðji leikur liðanna fer fram á föstudag. 

mbl.is