Frá Akureyri í Mosfellsbæinn

Stefán Árnason hefur varið ráðinn til Aftureldingar.
Stefán Árnason hefur varið ráðinn til Aftureldingar. Ljósmynd/Afturelding

Handknattleiksdeild Aftureldingar hefur samið við Stefán Árnason. Verður hann þjálfaranum Gunnari Magnússyni til halds og trausts við þjálfun meistaraflokks karla, ásamt því að þjálfa yngri flokka félagsins. 

Stefán hefur þjálfað karlalið KA og Selfoss í meistaraflokki. Kom hann Selfossi upp í efstu deild árið 2016. Þá hefur hann náð góðum árangri sem þjálfari yngri flokka hjá KA.

Afturelding ætlar sér stærri hluti á næstu leiktíð en liðið komst ekki í úrslitakeppnina á yfirstandandi leiktíð.

mbl.is