Fór á kostum og vonin lifir enn

Örn Vésteinsson Östenberg í treyju númer 4.
Örn Vésteinsson Östenberg í treyju númer 4. Ljósmynd/Emsdetten

Von Emsdetten á að halda sæti sínu í 2. deild þýska handboltans lifir enn eftir 35:34-heimasigur á Dessauer í kvöld.

Örn Vésteinsson Östenberg, sem lék áður með Selfossi, fór á kostum fyrir Emsdetten og skoraði átta mörk. Anton Rúnarsson bætti við þremur.

Emsdetten er í 19. sæti með 23 stig, fjórum stigum frá öruggu sæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Á liðið því enn von á að halda sæti sínu í deildinni. 

mbl.is