Ráðinn þjálfari Fjölnis

Sverrir Eyjólfsson hefur verið ráðinn þjálfari Fjölnis.
Sverrir Eyjólfsson hefur verið ráðinn þjálfari Fjölnis. Ljósmynd/Fjölnir

Handknattleiksdeild Fjölnis hefur gengið frá ráðningu á Sverri Eyjólfssyni og mun hann þjálfa meistaraflokk karla hjá félaginu. Hann gerir tveggja ára samning við Fjölni.

Sverrir lék um langt skeið með Stjörnunni og hefur þjálfað ungmennalið félagsins og yngri flokka þess sömuleiðis. Er um fyrsta aðalþjálfarastarf Sverris að ræða.

Hann tekur við liðinu af Guðmundi Rúnari Guðmundssyni. Undir stjórn Guðmundar fór Fjölnir alla leið í úrslitaeinvígi við ÍR um sæti í efstu deild en þurfti að sætta sig við tap að lokum.  

mbl.is