Íslandi boðið sæti í lokakeppni HM

U18 ára landslið stúlkna sem fer á HM í sumar.
U18 ára landslið stúlkna sem fer á HM í sumar. Ljósmynd/HSÍ

Handknattleikssambandi Íslands hefur verið boðið að senda U18 ára landslið kvenna í lokakeppni heimsmeistaramótsins í þessum aldursflokki sem fram fer í Norður-Makedóníu dagana 30. júlí til 10. ágúst.

Handbolti.is greinir frá þessu í dag og haft er eftir Ágústi Þór Jóhannssyni þjálfara liðsins að þetta séu frábærar fréttir. „Enda ekki á hverjum degi sem íslenskt kvennalandslið leikur í lokakeppni HM," segir Ágúst.

Ísland var fyrsta varaþjóð inn á mótið eftir að hafa endað í öðru sæti í forkeppni heimsmeistaramótsins í nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert