Frá Haukum í Víking

Guðrún Jenný Sigurðardóttir er orðin leikmaður Víkings.
Guðrún Jenný Sigurðardóttir er orðin leikmaður Víkings. Ljósmynd/Víkingur

Handknattleikskonan Guðrún Jenný Sigurðardóttir hefur skrifað undir samning við Víking. Hún kemur til félagsins frá Haukum.

Guðrún er 26 ára línumaður sem hefur einnig leikið með Fjölni og Fram í tveimur efstu deildum Íslandsmótsins.

„Guðrún er frábær viðbót við þann spennandi hóp sem verið er að byggja upp hjá handknattleiksdeild Víkings,“ segir m.a. í yfirlýsingu félagsins.

mbl.is