Lærið bara nafnið Haukur Þrastarson

Leikmenn Kielce fagna sigrinum á Veszprém í leikslok í dag.
Leikmenn Kielce fagna sigrinum á Veszprém í leikslok í dag. AFP/Roberto Pfeil

Bent Nyegaard, sérfræðingurinn reyndi hjá TV2 í Danmörku og fyrrverandi handknattleiksþjálfarinn, lét í ljós ánægju sína með Hauk Þrastarson, Íslendinginn unga hjá Kielce í Póllandi, á einfaldan hátt í gær.

Haukur Þrastarson í búningi Kielce.
Haukur Þrastarson í búningi Kielce. Ljósmynd/Kielce

Eftir að Kielce lagði Veszprém að velli í undanúrslitunum í Kiel í gær skrifaði Nyegaard, sem á sínum tíma þjálfaði bæði Fram og ÍR: „Lærið bara nafnið Haukur Þrastarson utan að."

Kielce mætir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í dag klukkan 16.00 að íslenskum tíma. Haukur skoraði eitt mark í undanúrslitaleiknum gegn Veszprém í gær en gerði greinilega nóg til að heilla Nyegaard. Sigvaldi Björn Guðjónsson er ekki með Kielce en hann hefur verið frá keppni undanfarna mánuði vegna meiðsla.

Kielce freistar þess að verða Evrópumeistari í annað sinn en liðið vann keppnina árið 2016. Barcelona er hinsvegar langsigursælasta félagið í keppninni og hefur unnið hana tíu sinnum en félagið er ríkjandi meistari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert