Heldur heim í heiðardalinn

Ragnheiður Sveinsdóttir eftir undirskrift samningsins.
Ragnheiður Sveinsdóttir eftir undirskrift samningsins. Ljósmynd/Haukar

Handknattleikskonan Ragnheiður Sveinsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt Hauka eftir að hafa leikið undanfarið tvö og hálft ár með Val.

Ragnheiðurer 28 ára gamall línumaður sem lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Hauka árið 2010, þá aðeins 16 ára gömul.

Hún lék með Haukum allt þar til hún skipti yfir til Vals um mitt tímabil 2019/2020 og er nú komin aftur í heimahagana.

„Ragnheiður lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Hauka haustið 2010 þá 16 ára og stækkaði hlutverk hennar jafnt og þétt. Ragnheiður var svo orðin ein af lykilleikmönnum liðsins sem vann deildarmeistaratitilinn árið 2016.

Það er því ánægjuefni að fá Ragnheiði heim á Ásvelli og verður gaman að sjá hana í Haukabúningnum á ný í haust,“ sagði meðal annars í tilkynningu frá handknattleiksdeild Hauka.

mbl.is