Einn fulltrúi Íslands í Meistaradeild kvenna

Axel Stefánsson verður fulltrúi Íslands í Meistaradeild kvenna á komandi …
Axel Stefánsson verður fulltrúi Íslands í Meistaradeild kvenna á komandi tímabili. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, ákvað á föstudaginn hvaða auka sjö félög fengu þátttöku í Meistaradeild kvenna á komandi tímabili. Norska félagið Storhamar er eitt þeirra. Þar er Axel Stefánsson annar þjálfari. Þetta er í fyrsta skipti sem félagið tekur þátt í Meistaradeildinni. 

Níu fé­lög voru nú þegar ör­ugg með þátt­töku í keppn­inni. 

Það voru þau Lokomoti­va Za­greb frá Króa­tíu, Od­en­se og Es­bjerg frá Dan­mörku, Bietig­heim frá Þýskalandi, Györi frá Ung­verjalandi, Buducnost frá Svart­fjalla­landi, Bucuresti frá Rúm­en­íu og Evr­ópu­meist­ar­ar síðustu tveggja ára Kristiansand frá Noregi. 

Hin sjö fé­lög­in voru val­in með til­liti til margra þátta meðal ann­ars leik­vangsaðstöðu og fyrr­um gengi í keppn­um EHF. 

Fé­lög­in eru eft­ir­far­andi 

Banik Most frá Tékklandi

Brest Bretagne frá Frakklandi 

FTC Rail-Cargo Hung­aria frá Ung­verjalandi

Stor­ham­ar frá Nor­egi 

Bucuresti frá Rúm­en­íu

Krim Mercator frá Slóven­íu

Kast­amonu Beled­iyesi frá Tyrklandi mbl.is