Lykilmaður áfram í Grafarvoginum

Óðinn Freyr Heiðmarsson verður áfram í Grafarvoginum næstu tvö ár.
Óðinn Freyr Heiðmarsson verður áfram í Grafarvoginum næstu tvö ár. Ljósmynd/Fölnir

Handknattleiksmaðurinn Óðinn Freyr Heiðmarsson hefur framlengt samning sinn við Fjölni um tvö ár. Hann hefur spilað með liðinu síðastliðin þrjú ár. 

Óðinn er öflugir línumaður sem var einn af lykilmönnum Fjölnis bæði varnarlega og sóknarlega í 1. deildinni á síðasta tímabili. Þar tapaði Fjölnir fyrir ÍR í úrslitum umspilsins um að komast upp. 

Félagið segir í tilkynningu:

„Óðinn er gríðarlega öflugur leikmaður og ljóst að hann verður einn af burðarásum liðsins næsta vetur. Það er því sérlega ánægjulegt að segja frá því að á dögunum undirritaði hann nýjan samning við félagið til tveggja ára. Þjálfarar liðsins binda miklar vonir við framlag hans á komandi árum.“

mbl.is