Stjórn handknattleiksdeildar ÍBV segir af sér

ÍBV lék til úrslita um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta gegn …
ÍBV lék til úrslita um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta gegn Val í vor. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Stjörn handknattleiksdeildar ÍBV hefur sagt af sér og um leið lýst vantrausti á aðalstjórn Íþróttabandalags Vestmannaeyja.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem handknattleiksdeildin sendi frá sér í morgun en undir hana ritar Grétar Þór Eyþórsson, formaður deildarinnar.

Í yfirlýsingunni segir m.a.  að aðalstjórn ÍBV hafi þann 15. mars ákveðið að breyta ríkjandi fyrirkomulagi um jafnræði milli handknattleiksdeildar og knattspyrnudeildadr við gerð heildarsamninga og úthlutun á fé frá aðalstjórn. Breytingin hafi verið á þá leið að knattpyrnudeildin skyldi frá 65 prósent og handknattleiksdeildin 35 prósent.

Sagt er að handknattleiksdeildin telji að aðalstjórnin hafi þverbrotið reglur félagsins með því að leggja ákvörðunina ekki undir fulltrúaráð félagsins áður en hún var tekin. Þá hafi deildin reynt ítrekað að fá aðalstjórn til að breyta ákvörðun sinni en allri slíkri viðleitni hafi verið hafnað.

„Við í handknattleiksráði sættum okkur ekki við að mæta til vinnu fyrir félagið á öðrum forsendum en jafnræði og segjum því af okkur störfum í handknattleiksráði ÍBV Íþróttafélags," segir í niðurlagi yfirlýsingarinnar.

mbl.is