Nú viljum við fara einu skrefi lengra

Rut Jónsdóttir og samherjar í íslenska landsliðinu voru einum leik …
Rut Jónsdóttir og samherjar í íslenska landsliðinu voru einum leik frá því að komast á EM 2022. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mér líst mjög vel á þetta,“ sagði reynsluboltinn Rut Arnfjörð Jónsdóttir, fyrirliði Íslands, við Morgunblaðið eftir að Ísland og Ísrael voru dregin saman í 1. umferð umspilsins um sæti á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik í Vín í gærmorgun.

Ísrael hefur aldrei komist á stórmót í handknattleik kvenna og tapaði báðum viðureignum sínum, 24:28 gegn Finnlandi og 25:29 fyrir Færeyjum, í fyrstu umferð undankeppninnar fyrir Evrópumótið sem fram fer í lok þessa árs. Í undankeppninni fyrir EM 2020 vann Ísrael sigur á Lúxemborg, 33:24, gerði jafntefli við Finnland, 26:26, en tapaði fyrir Grikklandi, 21:28, og komst ekki í aðra umferð. Þetta ætti því að vera hagstæð viðureign fyrir íslenska landsliðið.

Rut er bjartsýn og spennt fyrir leikjunum gegn Ísrael.

„Þessi dráttur leggst vel í okkur verð ég að segja. Það skiptir þó ekki miklu máli hverjum við hefðum dregist á móti yfirhöfuð og það hefði verið æskilegt að fá þægilegra ferðalag en þetta verður bara spennandi, mér líst mjög vel á þetta.

Við vitum mjög lítið um mótherja okkar, ég sjálf þekki lítið til liðsins og hef ekki mætt neinum leikmanni frá Ísrael. Þegar nær dregur viðureigninni er mjög líklegt að við getum nálgast einhverja leiki með þeim og þá fáum við að sjá betur hverjum við erum að mæta. Mér finnst liðið hafa verið á góðum stað og tel okkur eiga að vera sterkara liðið.“

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »