Sá leikjahæsti áfram í Grafarvoginum

Björgvin Páll Rúnarsson hefur framlengt samning sinn við Fjölni.
Björgvin Páll Rúnarsson hefur framlengt samning sinn við Fjölni. mbl.is/Árni Sæberg

Handknattleiksmaðurinn Björgvin Páll Rúnarsson hefur framlengt samning sinn við Fjölni um tvö ár. 

Hann er uppalinn Fjölnismaður sem hefur spilað fyrir alla yngri flokka Fjölnis ásamt því að spila stórt hlutverk í meistaraflokki undanfarin ár. Hann er leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins. 

Félagið segir í tilkynningu:

„Björgvin er, þrátt fyrir að vera nokkuð ungur að árum, með langmestu leikreynsluna í liðinu og því ljóst að talsverð ábyrgð hvílir á hans herðum. Hann er leikstjórnandi og spilar fyrir framan í 5-1 vörninni góðu en hann hefur gott auga fyrir leiknum bæði varnar- og sóknarlega. Á dögunum skrifaði Björgvin undur nýjan samning við félagið til tveggja ára sem við í stjórninni fögnum vel því ljóst er að Björgvin verður í risa hlutverki hjá liðinu næsta vetur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert