Bjarki, Ómar og Gísli saman í riðli

Bjarki Már Elísson. Ómar Ingi Magnússon og Viktor Gísli Hallgrímsson, …
Bjarki Már Elísson. Ómar Ingi Magnússon og Viktor Gísli Hallgrímsson, allir á myndinni, verða í Meistaradeildinni. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Sex Íslendingalið taka þátt í Meistaradeild karla í handknattleik á næstu leiktíð. Áðan í Vín var dregið í riðlana tvo. Átta lið eru í hvorum riðli. Keppnin byrjar 14. september. 

Efstu sex félögin í hvorum riðli fara áfram í útsláttarkeppni. Efstu tvö liðin í riðlunum fara beint í 8-liða úrslitin, hin fara í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar. 

Bjarki Már Elísson og félagar í Veszprém verða með Ómari Inga Magnússyni, Gísla Þorgeiri Kristjánssyni og félögum í Magdeburg í A-riðlinum. 

Hinir Íslendingarnir verða saman í riðli, en þeir eru fjórir. 

Orri Freyr Þorkelsson með Elverum, Aron Pálmarsson með Aalborg, Viktor Gísli Hallgrímsson með Nantes og Haukur Þrastarson með Kielce. 

Riðlarnir í heild sinni:

A-riðill

PSG frá Frakklandi 

Magdeburg frá Þýskalandi 

GOG frá Danmörku 

Porto frá Portúgal 

Bucuresti frá Rúmeníu 

Veszprém frá Ungverjalandi 

Wisla Plock frá Póllandi 

Zagreb frá Króatíu

B-riðill

Szeged frá Ungverjalandi 

Barcelona frá Spáni 

Celje Lasko frá Slóveníu

Kielce frá Póllandi 

Kiel frá Þýskalandi 

Nantes frá Frakklandi 

Elverum frá Noregi 

Aalborg frá Danmörku

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert