Bjarki, Ómar og Gísli saman í riðli

Bjarki Már Elísson. Ómar Ingi Magnússon og Viktor Gísli Hallgrímsson, …
Bjarki Már Elísson. Ómar Ingi Magnússon og Viktor Gísli Hallgrímsson, allir á myndinni, verða í Meistaradeildinni. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Sex Íslendingalið taka þátt í Meistaradeild karla í handknattleik á næstu leiktíð. Áðan í Vín var dregið í riðlana tvo. Átta lið eru í hvorum riðli. Keppnin byrjar 14. september. 

Efstu sex félögin í hvorum riðli fara áfram í útsláttarkeppni. Efstu tvö liðin í riðlunum fara beint í 8-liða úrslitin, hin fara í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar. 

Bjarki Már Elísson og félagar í Veszprém verða með Ómari Inga Magnússyni, Gísla Þorgeiri Kristjánssyni og félögum í Magdeburg í A-riðlinum. 

Hinir Íslendingarnir verða saman í riðli, en þeir eru fjórir. 

Orri Freyr Þorkelsson með Elverum, Aron Pálmarsson með Aalborg, Viktor Gísli Hallgrímsson með Nantes og Haukur Þrastarson með Kielce. 

Riðlarnir í heild sinni:

A-riðill

PSG frá Frakklandi 

Magdeburg frá Þýskalandi 

GOG frá Danmörku 

Porto frá Portúgal 

Bucuresti frá Rúmeníu 

Veszprém frá Ungverjalandi 

Wisla Plock frá Póllandi 

Zagreb frá Króatíu

B-riðill

Szeged frá Ungverjalandi 

Barcelona frá Spáni 

Celje Lasko frá Slóveníu

Kielce frá Póllandi 

Kiel frá Þýskalandi 

Nantes frá Frakklandi 

Elverum frá Noregi 

Aalborg frá Danmörku

mbl.is